Dagbækur: Bækur sem geyma

Varðveittar dagbækur eru gott dæmi um bækur sem geyma það sem annars hefði gleymst. Þannig hafa dagbókarhöfundar fyrri alda oft haldið utanum sögu hversdagsins á hverjum tíma fyrir sig meðvitað eða ómeðvitað. Ekki ósvipað jarðskjálftamælum nútímans, sem mæla stanslaust svo litla skjálfta að við mannfólkið tökum ekki einu sinni eftir því. Er það ekki einmitt eðli hversdagsins, maður tekur varla eftir honum. Dagbækur hafa gjarnan verið notaðar til rannsókna í þjóðfræði, sagnfræði og veðurfræði svo eitthvað sé nefnt.

Elsta íslenska dagbókin sem varðveitt er í Kaupmannahöfn er frá árunum 1725-1731 og tilheyrði Jóni Ólafssyni frá Grunnavík (1705-1799). Afrit af dagbókinni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins. Elsta varðveitta dagbók sem skrifuð er af íslenskri konu er frá árunum 1889-1890 og var skrifuð af Torfhildi hólm rithöfundi. Frumrit af þeirri bók er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins.

Elstu dagbækur sem varðveittar eru á Héraðskjalasafni Svarfdæla eru frá 19. öld. Þær hafa að geyma heimildir um daglegt líf þeirra sem lifðu og lágu í byggðarlaginu fyrir vélbáta, veghefla, tölvuspil eða ráðhústorgið Ingveldartorg. Höfundar bókanna eru flestir karlmenn, en þónokkur sendibréf hafa varðveist eftir kvenhöfunda.

Hér verða teknar fyrir fjórar dagbækur sem spanna tímabilið 1858-1954 og verða bækurnar skoðaðar út frá árstíðum, ein bók á hverja árstíð.

Dagbækur eiga það flestar sameiginlegt að fjalla að einhverju marki um tíðarfar. Dagbækur Íslendinga eru því vitnisburður um það hve veðrið hefur lengi átt stóran þátt í lífi þeirra er byggja landið.

Vetur

Dagbók Sigurðar Jónssonar (f. 1890) kaupmanni frá Nýjabæ á Dalvík árið 1914. Eftirfarandi dagbókarfærslu ritar Sigurður (24) í Kaupmannahöfn nokkrum mánuðum eftir að morðið á erkihertoganum og ríkisarfa Austurríkis Frans Ferdinand hafði hrundið af stað heimsstyrjöld .

Úr dagbók Sigurðar Jónssonar
Úr dagbók Sigurðar Jónssonar.

„1. desember 1914
Rigning í morgun, en nú komið þurrt og gott veður. Ekkert að frétta frá umheiminum. Blöðin flytja engar merkilegar fréttir frá ófriðnum. En í dag eru þau öll full með og um úrslit Íslenska málinu í ríkisráðinu, um kröfur ráðh. og andsvör konungs í „uppburði sérmála Ísl. í ríkisráðinu eða fyrir konungi“ og flaggmálinu, og sömuleiðis beiðni ráðherra um lausn frá embætti og tilmæli konungs um að hann annist stjórnarstörfin fyrst um sinn. Það er víst í fyrsta sinn sem ég hefi lesið þesskonar með lítisverðum áhuga. Mér var bent á þetta niðrá skrifstofu þegar […] við vorum að borða, og fann ég það á öllu að Baunverjarnir sem nokkuð vit höfðu á slíku, glöddust yfir úrslitum, og gat mér ekki annað en sárnað, þá gáti(gæti) lítið andmælt, því ég er enginn „pólitíkus” og sízt til þess að ætla mér frá dul að aðrir eins þverhausar og fáfræðinga sem Danir eru um Ísland og hafi þeir taki tillit til mótbára minna. Ég ansa því líka sjaldan, þótt þeir séu eitthvað að gaspra um okkur, sé það ekki neitt móðgandi, enda á ég ennþá svo bágt með málið, að slíkt væri ekki til annars en gera illt verra, — en nóg um það. Eftir öðru markverðu man ég ekki eftir þennan daginn. Ég á bara eftir að geta þess, að ,,cirkus” förin mín í gærkveld hafði nær því komið mér á kaldan klaka, ég kom nefnilega heldur seint heim, og svaf því heldur lengi frameftir. Þegar eg opnaði glirnurnar og leit á úrið varð mér svo bilt við, að ég hentist fram úr rúminu, og eftir 3 mín var ég alklæddur en — óþveginn og þannig labbaði ég stað, og stikaði stórum því ég vildi ógjarnan verða „óprecis”.!

Úr dagbók Sigurðar Jónssonar
Úr dagbók Sigurðar Jónssonar.

Vor

Dagbók Sigurjóns Sigurðssonar (1925) frá Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal. Dagbókin er skrifuð um vor 1954 þegar Sigurjón var 28 ára og bjó á Ljótsstöðum í Vopnafirði.

Úr dagbók Sigurjóns Sigurðssonar
Úr dagbók Sigurjóns Sigurðssonar.

Laugardagur 1. maí.
Veðrið norðan stormur, él, frost 1-4 sl. Fór á ungm.fél.fund, að Hámundarstöðum. Anna kom heim í morgun, frá Svalbarðsskóla. Alli kom með útsæðiskartöflur. Hann varð mér samferða á fundinn, fórum á dráttarvélinni.
Sunnudagur 2. maí.
Veðrið, norðan gjóla, él, fr. 2. sl. f. p. 0-1 sl. hiti síðd.
Við Alli fórum af fundinum í morgun, út að Ljósaf. og sóttum þangað 61. girðingastaura, sem Alli átti og fara rúmlega 40. þeirra í girðingu kringum fyrir hugaðann kartöflugarð, sem við ætlum að hafa í sameiningu. Við urðum fyrir því óláni að loftið fór úr öðru dekkinu undir vagninum, og tafði það okkur í nær 4. klst. Torfast.skóla var slitið í gær.
Mánudagur 3. maí.
Veðrið, hægð norðlæg átt, sk., úrk. f.a.m. hiti 4- -2 stig.
Keyrði út úr áburðarhúsinu.
Þriðjudagur 4. maí.
Veðrið, norðan átt, sk. él, fr. 0-4 st.
Fór með Þorstein Líndal, á dráttarvélinni út að Torfastöðum. Jóhann Hrólfsson varð svo með mér til baka og fór ég með hann inn að Vakursstöðum. Pabbi fór út á Tanga. Keyrðum út úr áburðarhúsinu.
Miðvikudagur 5. maí.
Veðrið, hæg norðan átt, sk, frost 0-3 st.
Lukum við að keyra út úr áburðarhúsinu. Gunnar gróf fyrir púkki undir útveggi fremri hluta íbúðarhússins. Sigurður Þór Ólafsson kom frá Vakursstöðum með geimir af skilvindu og fékk gert við það hérna.
Fimmtudagur 6. maí.
Veðrið, norðan gjóla, sk. smá él. fr. 0-3 st.
Tókum saman grjót í fjárhústóftonum á grundinni og var nokkru af því keyrt út að grunni. Þorsteinn Líndal kom í dag.
Föstudagur. 7. maí.
Veðrið, hæg norðaustan átt sk. él. frost 0-3 st.
Tókum saman dálítið af grjóti úr tóftonum. Gunnar fór út á Tanga. Gyrtum dýrareitinn á […]mýrinni.

Úr dagbók Sigurjóns Sigurðssonar
Úr dagbók Sigurjóns Sigurðssonar.

Sumar

Dagbók Sigfúsar Sigfússonar (f. 1831) frá Krosshóli í Skíðadal. Dagbókin eða “Minnisbókin” eins og Sigfús kallar hana, er skrifuð á árunum 1892-1909. Hér kemur vika úr lífi Sigfúsar í júlí 1893. Þá er Sigfús 62 ára gamall og ennþá bóndi á Krosshóli.

Dagbók Sigfúsar Sigfússonar
Dagbók Sigfúsar Sigfússonar.
 1. júlíus 1893.
  Sunnanvindur og […] glaða sólskin til kvölds.
 2. júlíus
  S. Sumarvindur og glaðasólskin og rigndi um kvöldið.
 3. júlíus
  M. Þokuslæðingur og rigndi dálítið annað slagið […].
 4. júlíus
  Þ. Sólskin og sunnanvindur og ringdi og um kvöldið. Sofónias Sv, Bergur H. komu.
 5. júlíus
  M. Sólskin og […] og þiknaði annaðslagið. Valgerður kom og Sigurður í Dæli.
 6. júlíus
  F. Kjurt og þikt og rigndi annað slagið af til kvölds með þoku.
 7. júlíus
  F. Þoka og útan súld og gjörði […] minnkaði með kvöldinu.”
 8. júlíus
  L. að kalla heiðmirkur og birti til um hádegið með glaða sólskin og þoku aftur um kvöldið.
Úr dagbók Sigfúsar Sigfússonar
Úr dagbók Sigfúsar Sigfússonar.

Haust

Dagbók Björns Jónssonar (f.1831) bóndi á Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Seinna stundaði hann sjó hjá Böggvisstaðasandi og bjó þá á Upsum II hjá Dalvík.
Björn skrifar þessa dagbók árið 1858 þegar hann var 27 ára gamall. Við sýnum hér viku í október úr lífi Björns að hausti til.

Úr dagbók Björns Jónsonar
Úr dagbók Björns Jónsonar.

„Október biríar (byrjar) 1sti. austan stórhríð og snjókoma og bleita. Hit 0.
2. Yllratandi austan stórhríð með bleitu fannburði, frostlaust.
3. […] regn f.s. og kiurt en […] norðaustan stórhríð og frost 5 gr.
4. norðaustan stórhríð hin sama […], en kirði og gekk í s.v.[…].
5. n.vestan hríð og […] frost 5 gr […]. Sama hríð og frost 5 gr.
7. en þá er v. hríð en birti annaðslagið með frosti 6 gráð.
8. Sama veður sem 1/10 og frost eins g, norðan snjókomuhjél, en birti á milli ekki miög hvasst, en gekk í þveraustrið frost og eptir þessa 10 daga hríð er komin ákaflega mikill snjór hér í Eyjafjarðarsíslu svo til dala fram hafa fent jafnvel hesta, en fé vantar svo tugum skipti af […] kindum á hverjum bæ að kalla sem allt er fent og það sem finst, meiga men skéra […] í húsum. Slík tíð til hefur ekki komið að sögn eldri manna í 34 ár. Dekk skip sem ekki var búið að setía(setja) slitnuðu upp og brotnuðu sem var Gestur S. Vilhelms […] […] og fleiri slituðu upp og en er ekki fréttum meira en ⅓ part síslunnar auk heldur lengra að. Skonnortan Friðrik sem til Havsteins […] silgdi […] á Akureyri 30ta f. m. og var það mikil guð gjöf að það komst undan slíkum ágangi brimi og slor […].

Úr dagbók Björns Jónsonar
Úr dagbók Björns Jónsonar.