Skjalasöfnin eru minni þjóða. Það sem þau varðveita er geymt um alla framtíð og með því að hlúa vel að þeim erum við um leið að tryggja varðveislu sögunnar. Hið gríðarmikla gagnamagn sem geymt er í skjalasöfnunum er þó flestum hulið og í dag birta íslensku skjalasöfnin dálítið sýnishorn af safnkostinum. Það verður vonandi til þess að auka þekkingu almennings á því hvers konar gögn eru geymd á skjalasöfnum.
Lesa leiðara skjaladagsins 2019.