Héraðsskjalasafnið Ísafirði
Í tilefni af norræna skjaladeginum laugardaginn 9. nóvember mun Skjalasafnið Ísafirði sýna skjöl og myndir úr fórum safnsins undir yfirskriftinni „Geymt en ekki gleymt“.

Skjölin verða til sýnis í Safnahúsinu á Eyrartúni í nóvember á opnunartíma hússins, frá kl. 13:00 til 18:00 á virkum dögum og kl. 13:00 til 16:00 á laugardögum.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla
Það verður opið hjá okkur á bókasafninu, en ekki á sjálfu héraðskjalasafninu. En við verðum með litla útstillingu í sýningakápum sem eru í anddyrinu í menningarhúsinu þar sem bókasafnið er staðsett. Þar verða dagbækur til sýnis ásamt munum frá byggðasafninu.
